Skilmálar
Skilmálar vörukaupa í netverslun
Upplýsingar um seljanda
Seljandi er Heilsulausnir ehf. kt. 610921-1320. Stórhöfði 17. 110 rvk.
Verð á vöru og sendingakostnaður
Heilsulausnir ehf áskilur sér rétt til að breyta verði án fyrirvara. Öll verð í netverslun eru gefin upp með virðisaukaskatti en sendingakostnaður bætist við áður en greiðsla fer fram. Verslunin áskilur sér rétt til að breyta verði án fyrirvara og að hætta við pantanir ef verð vörunnar er rangt skráð í vefverslun.
Af öllum pöntunum dreift af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Heilsulausnir ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef að vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá netversluninni til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.
Hægt er að velja um að sækja vöru til okkar gegn samkomulagi. Ef vara er ekki sótt innan 6 mánaða er hún sett aftur í sölu.
Greiðsla
Hægt er að greiða fyrir vörur í netversluninni með eftirfarandi hætti:
Millifærsla. Þegar gengið er frá pöntun er hægt að velja það að millifæra.
Millifærsla þarf að berast innan við 24 tíma frá pöntun.
Reikningsnr: 0133-15-001138 kt. 610921-1320
Með VISA eða MASTERCARD greiðslukortum í gegnum örugga greiðslusíðu Rapyd. Tekið er við kreditkortum og debetkortum.
Að skipta og skila vöru
Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn framvísun sölureiknings sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt (gildir ekki um vöru sem keypt er á útsölu). Vöru fæst eingöngu skilað sé hún ónotuð og í upprunalegum óskemmdum umbúðum. Við skil á vöru er miðað við verð samkvæmt greiðslukvittun og er gefin út inneignarnóta eða endurgreiðsla(ef keypt er i vefverslun). Er meira en 14 dagar eru frá vörukaupum getur kaupandi skipt vörunni fyrir aðra vöru eða fengið inneignarnótu. Sendingarkostnaður fæst ekki endurgreiddur. Ekki er hægt að skila né skipta vöru sem ekki lengur er til sölu.
Sendingarkostnaður
Ef valið er möguleikann greiða fyrir sendingu á pósthúsi þá greiðist ekkert sendingargjald til netverslunar en sendingargjald er greitt þegar varan er sótt á viðkomandi pósthús og er reiknað eftir verðskrá Íslandspósts.
Gölluð vara
Komi upp galli í vöru er viðskiptavinum boðið að lagfæra vöru, ef það er ekki mögulegt er ný vara fengin í staðinn. Að öðru leiti vísast til laga um húsgöng og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.
Ertu með fyrirspurn eða ábendingu? Sendu okkur póst á heilsulausnir@heilsulausnir.is
Takk fyrir